Músagin er afskaplega falleg þekjuplanta sem þó þarf að fara varlega með. Hún er nefnilega rösk til landvinninga og gefur það land ekkert auðveldlega eftir. Það er nánast ómögulegt að uppræta hana. Það borgar sig því ekki að sleppa henni lausri í garðinum nema það svæði sem henni er úthlutað sé ætlað henni til frambúðar. Að því sögðu er hún ofboðslega falleg í hleðslum og tröppum þar sem hún klæðir hverja glufu með sínum fallegu fjólubláu blómum.
top of page
bottom of page