Bleikblómstrandi goðalyklarnir eru hver öðrum líkir og erfitt að þekkja þá í sundur.
Hlíðagoðalykill er í lægri kantinum, ekki nema um 20 cm á hæð. Hann er ágætlega harðgerður og vex vel í þokkalega góðri, vel framræstri garðmold. Óskaskilyrðin eru frekar rakur jarðvegur og sýrustig í lægri kantinum, svo ekkert kalk fyrir hann.