Bæheimsvöndur eða bæjaravöndur líkist nokkuð vorvendi en er heldur stærri. Hann blómstrar í lok maí - byrjun júní. Hann reyndist vandgæfur hjá mér, e.t.v. fékk hann ekki nóg kalk, eða kannski þoldi hann bara ekki umhleypingana. Hverju sem um var að kenna þá varð hann ekki langlífur hjá mér og blómstraði bara tvisvar. Hann þarf mjög gott frárennsli, en þó jafnrakan, kalkríkan jarðveg og næga sól.
top of page
bottom of page