
'Elizabeth Ann' er fallegt yrki af sveipablágresi með koparrauðu laufi og lillableikum blómum. Ég hef átt það í þrjú ár og það stækkar stöðugt, en er ekki orðið mikið um sig enn. Það vex best í næringarríkum jarðvegi sem inniheldur hátt hlutfall af lífrænum efnum, eins og finnst í laufskógum. Það er því æskilegt að blanda moldina með góðum slatta af moltu. Sveipablágresi þolir smá skugga part úr degi, en þarf að fá einhverja sól. Skemmtilega öðruvísi planta.