
Sléttublágresi er meðalhátt með purpurarauðum blómum með rauðu æðaneti og laufi sem hefur svolítið grágrænan blæ. Það lifði í nokkur ár, en svo gerðist eitthvað - ég man ekki hvort ég færði það eða hvort það drapst bara þar sem það var, en einhvernveginn tapaði ég því. Það þarf sólríkan stað og vel framræstan, næringarríkan jarðveg.