'Buxton's Blue' er fallegt afbrigði af steinablágresi með bláum blómum með hvítri miðju. Það er lágvaxið og þarf frekar sólríkan stað þó það þoli einhvern smá skugga. Mér hefur gengið frekar illa til að halda því á lífi, það hefur lifað lengst 2-3 ár hingað til. Það þarf vel framræstan, frekar næringarríkan jarðveg. Ræktað af fræi frá Thompson & Morgan.
top of page
bottom of page