Páskarós (Helleborus x hybridus) er flokkur blendinga fösturósar (Helleborus orientalis) og annarra Helleborus tegunda. 'Red Hybrid' er með rauðbleikum blómum og hefur reynst mjög vel. Hún blómstrar í lok apríl - maí og blómin standa fram í júní þegar fræið þroskast. Hún hefur staðið af sér vorfrost með glæsibrag. Hún vex best í moltublandaðri mold sem er ekki of þétt í sér í hálfskugga. Mjög góð sort.
top of page
bottom of page