Mar 15, 2018

Hepatica nobilis 'Rubra' - Skógarblámi

2 comments

 

'Rubra' er fallegt yrki af skógarbláma með rauðleitu laufi og skærbleikum blómum. Ég ræktaði hann af fræi og hafa fáar plöntur reynt eins á þolinmæði mína og hann. Það liðu 5-6 ár áður en fyrsta blómið kom, þá blómstraði hann einu blómi, næsta ári tveimur og þannig hefur þeim farið smá fjölgandi á hverju ári. Hann var þó alveg biðinnar virði, þessi blómlitur er ótrúlega fallegur.

Mar 15, 2018

Einhver sagði: Þolinmæðin þrautir vinnur allar! Fallegur er hann og þolinmæðinnar virði💗

New Posts
  • Mjög fallegt afbrigði af garðavatnsbera með gulum blómum með löngum útsveigðum sporum. Hann hefur reynst mjög blómsæll og stendur lengi í blóma. Því miður hef ég ekkert yrkisnafn. Planta frá Möggu.
  • Þetta er sjálfsáður blendingur sem birtist í garðinum mínum, sem er greinilega afkomandi skógarvatnsbera afbrigðisins 'Magpie'. Blómliturinn er sá sami, en blómin eru stærri, jafn stór og á garðavatnsberum, svo hitt foreldrið er líklega af þeim meiði. Sporarnir eru innsveigðir eins og á skógarvatnsbera. Mér finnst þessi fallegri en frumgerðin og hann er jafn harðgerður og aðrir vatnsberar.
  • 'Crimson Star ' er fallegt garðaafbrigði með rauðum og kremhvítum blómum, með löngum sporum. Ég keypti þennan í pakka frá Costco 2018 og hann blómstraði í fyrsta sinn núna í sumar. Vatnsberar eru nokkuð skuggþolnir, en þeir þrífast og blómstra betur í sól eða hálfskugga. Einu jarðvegskröfurnar eru að jarðvegurinn sé vel framræstur, en betra er að hann sé frekar frjór líka. Mér fannst vissara að bjóða svona fínni sort upp á bestu skilyrði svo hann lifi nú sem lengst.

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon