
'Great Expectations' er frekar lágvaxið yrki með grænmynstruðu laufi í misdökkum grænum litum. Litamismunurinn eykst eftir því sem laufið eldist þannig að dekkri græni liturinn dökknar og ljósgræna miðjan verður ljósari. Hefur reynst ágætlega en ekki blómstrað.