
Kínaglóð er meðalhá og skartar sérlega tilkomumiklum blómum. Þau eru nokkuð stór og lúðurlaga, dökkbleik með gulri miðju og hvítu mynstri í blómgininu. Hún þrífst ágætlega svo framarlega sem jarðvegurinn er ekki of klesstur og blautur. Það er því mikilvægt að blanda moldina sandi og moltu. Hún þarf frekar sólríkan stað.