Mar 29, 2018

Leucanthemum maximum 'Crazy Daisy' - Prestabrá

2 comments

 

'Crazy Daisy' er fallegt yrki af prestabrá með fylltum blómum. Tungukrónurnar eru mjóar og á meðan blómin eru að springa út minna þau á krísur (Chrysanthemum). Þegar blómið hefur opnast alveg kemur í ljós gul miðja af pípukrónum . Hún er nálægt 60 cm á hæð og alveg á mörkunum að standa óstudd, blómstönglarnir geta lagst niður í rigningu og roki enda blómin þung. Hún gerir engar sérstakar jarðvegskröfur, vex best í sól eða hálfskugga og hefur reynst harðgerð.

Apr 18, 2018

Ég eignaðist rótarbút af ´Crazy Daisy´ sl. haust. hlakka til að sjá hvort hún hegur lifað veturinn😄 .

New Posts
  • Mjög fallegt afbrigði af garðavatnsbera með gulum blómum með löngum útsveigðum sporum. Hann hefur reynst mjög blómsæll og stendur lengi í blóma. Því miður hef ég ekkert yrkisnafn. Planta frá Möggu.
  • Þetta er sjálfsáður blendingur sem birtist í garðinum mínum, sem er greinilega afkomandi skógarvatnsbera afbrigðisins 'Magpie'. Blómliturinn er sá sami, en blómin eru stærri, jafn stór og á garðavatnsberum, svo hitt foreldrið er líklega af þeim meiði. Sporarnir eru innsveigðir eins og á skógarvatnsbera. Mér finnst þessi fallegri en frumgerðin og hann er jafn harðgerður og aðrir vatnsberar.
  • 'Crimson Star ' er fallegt garðaafbrigði með rauðum og kremhvítum blómum, með löngum sporum. Ég keypti þennan í pakka frá Costco 2018 og hann blómstraði í fyrsta sinn núna í sumar. Vatnsberar eru nokkuð skuggþolnir, en þeir þrífast og blómstra betur í sól eða hálfskugga. Einu jarðvegskröfurnar eru að jarðvegurinn sé vel framræstur, en betra er að hann sé frekar frjór líka. Mér fannst vissara að bjóða svona fínni sort upp á bestu skilyrði svo hann lifi nú sem lengst.

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon