
Engjamunablóm er mjög harðgerð planta sem vex villt víða í Evrópu og Asíu í votlendi og við ár og vötn. Það þolir því vel rakan jarðveg, þó það þrífist ágætlega í venjulegri garðmold. Það getur vaxið í sól eða skugga part úr degi og er nokkuð skuggþolið. Það breiðir hægt úr sér en ég hef ekki orðið vör við að það sái sér mikið.