Jun 2, 2018

Paeonia lactiflora 'Bowl of Beauty' - Silkibóndarós

4 comments

 

'Bowl of Beauty' er fallegt yrki af silkibóndarós með einföldum bleikum blómum, með kremhvítri miðju af mjóum krónublöðum. Hún hefur enn ekki blómstrað hjá mér. Myndin er frá Möggu.

Jun 2, 2018

Bowl of Beauty stóð sig vel og var dugleg að blómstra í gamla garðinum. Ég flutti hana í sveitina fyrir tveimur árum, hún dafnar ágætlega þar en hefur ekki blómstrað ennþá

Þær taka sér yfirleitt góðan tíma til að jafna sig ef það er hreyft við þeim. Vonandi lætur hún ekki bíða of lengi eftir blómunum. :) Veit ekki hvað ég er búin að bíða lengi eftir að mín láti svo vel að blómstra, en mínar bóndarósir hafa verið á hrakhólum í fimm ár og eru fyrst núna komnar í almennilegt beð.

mín hefur blómstrað frá því ég keypti hana fyrir 4 árum, en núna í sumar sýnist mér hún vera að drukkna :( margar af bóndarósunum mínum er svo daprar, leggirnir morknir og knúbbarnir ónýtir,,,

Æ, leitt að heyra. Það reynir á hversu vel framræst moldin er þegar það rignir svona svakalega. Ég blandaði moldina (frá gæðamold) með moltu og vikri þegar ég gróðursetti bóndarósirnar í nýja beðið og þær virðast hafa kunnað vel að meta það. Þær hafa tekið vel við sér, en þær hafa lítið vaxið á meðan þær voru á hrakhólum undanfarin ár. Það bólar þó ekkert á knúppum enn.

New Posts
  • Mjög fallegt afbrigði af garðavatnsbera með gulum blómum með löngum útsveigðum sporum. Hann hefur reynst mjög blómsæll og stendur lengi í blóma. Því miður hef ég ekkert yrkisnafn. Planta frá Möggu.
  • Þetta er sjálfsáður blendingur sem birtist í garðinum mínum, sem er greinilega afkomandi skógarvatnsbera afbrigðisins 'Magpie'. Blómliturinn er sá sami, en blómin eru stærri, jafn stór og á garðavatnsberum, svo hitt foreldrið er líklega af þeim meiði. Sporarnir eru innsveigðir eins og á skógarvatnsbera. Mér finnst þessi fallegri en frumgerðin og hann er jafn harðgerður og aðrir vatnsberar.
  • 'Crimson Star ' er fallegt garðaafbrigði með rauðum og kremhvítum blómum, með löngum sporum. Ég keypti þennan í pakka frá Costco 2018 og hann blómstraði í fyrsta sinn núna í sumar. Vatnsberar eru nokkuð skuggþolnir, en þeir þrífast og blómstra betur í sól eða hálfskugga. Einu jarðvegskröfurnar eru að jarðvegurinn sé vel framræstur, en betra er að hann sé frekar frjór líka. Mér fannst vissara að bjóða svona fínni sort upp á bestu skilyrði svo hann lifi nú sem lengst.

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon