
Frúarlykill 'Douglas Prize Mix' er hópur fjallaáriklublendinga í blönduðum litum. Ég ræktaði mínar plöntur af fræi frá Thompson & Morgan og fékk nokkrar mjög fínar plöntur úr þeirri sáningu. Þær hafa þrifist vel og voru minnst afföll af þeim af öllum áriklum sem ég átti þegar ég flutti.