Steinahnoðri
Steinahnoðri er harðgerð hnoðrategund sem er algeng í görðum. Hann blómstrar frekar seint og þarf sólríkan stað til að blómstra almennilega, þó hann lifi vel í meiri skugga. Myndar sígræna breiðu af fagurgrænu laufi. Eins og aðrir hnoðrar er hann mjög þurrkþolinn og kýs vel framræstan jarðveg.