Stjörnuholurt
Stjörnuholurt er glæsileg, hávaxin planta sem blómstrar smáum, rauðbleikum blómum í kúlulaga klösum. Hún er þokkalega harðgerð og óx vel og lengi í gamla garðinum mínum, en einhverra hluta vegna hefur mér gengið illa að halda í hana í nýja garðinum. Ég er ansi hrædd um að hún sé horfin aftur, ég man ekki eftir að hafa séð hana í sumar. Hún þrífst best á sólríkum stað í vel framræstum, lífefnaríkum, frekar rökum jarðvegi.