Hverarós
Ég hef ekki reynslu af ræktun þessarar rósar, þetta er ein af fjölmörgum rósum sem Kristleifur heitinn Guðbjörnsson var svo elskulegur að senda mér mynd af. Hann átti ótrúlega fallegan rósagarð í Mosfellsbæ.
Hans umsögn um þessa rós er:
"Ódrepandi rós, 18 ára reynsla. Fékk hana undir nafninu Hverarós í Gróðrarstöðinni Mörk 1990. 1,5 m á hæð,lítill ilmur, blóm í júlí. H.1.Ísl."
Það væri gaman að heyra frá fleirum sem hafa reynslu af þessari rós.