Damaskrós
'York and Lancaster' er damaskrós sem hefur svolítið breytilegan blómlit. Blómin eru hálffyllt, með sterkum ilmi og eru yfirleitt bleik, en geta verið með hvítu í, eða jafnvel alveg hvít. Ég átti þessa rós í gamla garðinum mínum og hún blómstraði bara einu sinni. Hún kól yfirleitt töluvert mikið, svo mikið að hún náði ekki að blómstra. Hún þarf því mjög gott skjól og jafnvel vetrarskýli til að eiga möguleika á því að blómstra eitthvað.