Nútíma klifurrós (Modern Climber)
'Flammentanz' er þýsk Kordesii klifurrós sem blómstrar fylltum, rauðbleikum blómum. Hún er einblómstrandi og blómstrar í júlí og fram í ágúst. Þó hún verði ekki mjög hávaxin, þá getur hún vel talist til klifurrósa hér. Hún þarf stuðning og getur vel náð rúmum 1,5 m ef hún er gróðursett undir suðurvegg þar sem sólar nýtur mest allan daginn. Það er ekki verra að skýla henni með léttu vetrarskýli, t.d. akrýldúk.