Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)
'Hansaland' er ígulrósarblendingur sem ræktuð var af W. Kordes & sonum í Þýskalandi 1993. Hún var síðan markaðssett í Bretlandi 1998 undir heitinu 'Charles Notcutt'. Hún er höfundarréttarvarin og hefur ætterni hennar ekki verið gert opinbert. Þetta er falleg rós sem blómstrar fylltum, rauðum blómum og minnir ekki mikið í útliti á ígulrós. Hún er líka í viðkvæmari kantinum, af ígulrósarblendingi að vera, og þarf sólríkan vaxtarstað í góðu skjóli.