Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)
'Roseraie de l'Haÿ' er franskur ígulrósarblendingur frá 1900. Hún er talin vera fræplanta af ígulrós, Rosa rugosa var. rubra, þó það sé ekki alveg á hreinu. Hún minnir svolítið á 'Hansa', en blómin eru dekkri og ilmurinn sterkari. Ég átti hana í nokkur ár og hún virtist ágætlega harðgerð og blómstraði á hverju ári. Hún drapst þegar ég flutti, en ég pantaði nýja frá Rósaklúbbi GÍ í vor og vonandi næ ég að halda lífi í henni í þetta sinn.