Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)
'Thérèse Bugnet' er ígulrósarblendingur ræktaður af Georges Bugnet í Kanada um 1941. Ætternið er mikill rósakokteill, móðurplantan var 'Pelouses' sem var rós ræktuð af Bugnet sem hann notaði í kynbótum, komin af ígulrós, Rosa rugosa var. flore plena og 'Elastic', sem var önnur kynbótarós ræktuð af Bugnet og frjógjafinn var frjókornakoktell sem Bugnet safnaði m.a. af 'Betty Bland' og 'Hansa'. Blómin eru fyllt, bleik og með meðalsterkum ilmi.
"Harðgerð Kanadisk rós. Blómstrar uppúr miðjum júlí ilmandi blómum, er 1,5 m á hæð. H.2.Ísl."
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009