Japansstör
Japansstör er lágvaxin starartegund með grænu laufi sem á heimkynni í Japan. Á afbrigðinu 'Ice Dance' er laufið með hvítum jöðrum. Ég keypti þessa plöntu í haust, svo það er engin reynsla komin á hana enn. Ég á aðra plöntu sem er mjög svipuð í útliti sem var hvorki með yrkis- né tegundaheiti þegar ég keypti hana, en hún hefur lifað í nokkur ár og þrífst mjög vel. Vona að þessi dafni eins vel.