Pálmastör
Pálmastör er meðalhá og jafnvel mögulega hávaxin, upprétt starartegund með grænu laufi. Það á eftir að koma í ljós hversu stór hún verður hér, hún er sögð geta orðið allt að 90 cm há í heimkynnum sínum í N-Ameríku. Ég keypti þessa plöntu í haust og hlakka til að sjá hvernig hún kemur undan vetri næsta vor. Hún þarf rakan jarðveg og frekar sólríkan stað, en þolir þó léttan skugga.