Fjallavingull

'Elijah Blue' er garðaafbrigði með grábláu laufi. Á plöntunni sem ég keypti var það skráð sem bjarnarvingull, Festuca scoparia, en flestar heimildir á netinu skrá það undir tegundarheitið, Festuca glauca, Fjallavingul. Ég keypti þessa plöntu á útsölu í haust, svo það á eftir að koma í ljós hvernig hún þrífst. 'Elijah Blue' þarf sólríkan stað og vel framræstan jarðveg eins og flestar aðrar tegundir þessarar ættkvíslar sem vaxa hér.

Ég sáði snemma árs 2024 og er með nokkrar plöntur sem lifðu af veturinn og lita vel út núna í okt 2025.