Runnafura
Runnafura er runnkennd furutegund sem hefur þrifist misjafnlega hér á landi, oftar frekar illa. Hún þarf gott skjól og sólríkan vaxtarstað í vel framræstum jarðvegi. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Njálssyni í Nátthaga hafa kvæmi frá svæðum með meginlandsloftslag þrifist hér illa og er því mikilvægt að fá kvæmi frá hafrænu loftslagi (Japan). Planta sem vex í skógræktinni við Hvaleyrarvatn virðist þrífast ágætlega, en ég hef ekki upplýsingar um uppruna hennar. Mjög falleg tegund, sem er hæfilega nett í vexti til ræktunar í görðum.