Skógarþöll

'Nana' er dvergvaxið afbrigði af skógarþöll sem hefur breiðan, þekjandi vöxt og verður ekki meira en 60-90 cm á hæð. Það er ólíklegt að það nái þeirri hæð hér á landi. Ég keypti plöntu af þessu yrki haustið 2019 og hún fór ansi illa fyrsta veturinn. Ég var með hana í potti þar sem næddi helst til mikið um hana, svo það væri áhugavert að prófa hana aftur á skjólbetri stað. Hún þarf greinilega gott skjól. Sól eða hálfskuggi í rökum, vel framræstum jarðvegi er það sem á að henta henni best.