top of page
Marble Surface
Rosa amblyotis with pink flowers
Hverarós

Hverarós er harðgerð runnarós frá Kamsjatka í Rússlandi með einföldum bleikum blómum og grófgerðu laufi sem minnir svolítið á ígulrósir.

Labradorrós Rósa blanda Tarja Halonenedi
Labradorrós
 

Labradorrós er runnarós sem vex villt í N-Ameríku og er nánast þyrnalaus. Hún blómstrar einföldum, ljós bleikum blómum og skærgrænu, grófgerðu laufi. 

Rose 'Fenja' with candy pink, single flowers with a white center
Davíðsrós
 

Davíðsrós vex villt í Mið- og V-Kína og SA-Tíbet í 1600 - 3000 m hæð. Henni svipar mjög til meyjarósar og hjónarósar, en verður ekki alveg eins hávaxin og er öll heldur nettari í vaxtarlagi.

Rosa foetida 'Bicolor' with dark orange, single flowers
Gullrós
 

Gullrós er frekar fíngerð runnarós sem vex villt við rætur Kákasusfjalla í Georgíu. Hún blómstrar gullgulum, einföldum blómum og dökkgrænu laufi. Hún þrífst best á sólríkum stað í vel framræstum, sendnum jarðvegi.

Rosa glauca, with small, pink, single flowers
Rauðblaðarós
 

Rauðblaðarós vex villt í fjöllum Mið- og S-Evrópu og norður til Þýskalands og Póllands. Hún blómstrar smáum, einföldum, bleikum blómum og laufið er bláleitt með vínrauðum æðastrengjum.

Rosa helenae 'Hybrida' with butter yellow flowers
Hunangsrós
 

Hunangsrós er mjög hávaxin flækjurós sem vex villt í Kína. Hún getur orðið mjög mikil um sig í hlýrra loftslagi, allt að 6-7 m á hæð og breidd, en er töluvert nettari hér. Blómin eru smá, einföld og kremhvít í nokkuð stórum klösum og laufið er frekar smágert, gljáandi grænt.

​​

Single pink flower of Rosa majalis
Kanelrós
 

Kanelrós er hávaxin runnarós sem vex villt í Evrópu og austur til Síberíu. Hún blómstrar einföldum, bleikum blómum og þroskar ætar nýpur sem mjög ríkar af C-vítamíni.

Single red flowers of Rosa moyesii
Meyjarós
 

Meyjarós er hávaxin runnarós sem vex villt í V-Kína.  Blómin eru einföld og geta verið frá bleikum yfir í rautt.

Rose 'Dart's Defender' with glossy green foliage and semi-double, reddish purple flower
Brúðurós
 

Brúðurós vex villt í norðausturhluta N-Ameríku. Hún blómstrar einföldum, bleikum blómum og hefur mjög einkennandi, dökkgrænt, glansandi lauf.

Single pink flower of Rosa nutkana
Strandrós
 

Strandrós vex villt á vesturströnd N-Ameríku. Hún blómstrar einföldum, bleikum blómum.

Fuchsia pink, single flower of Rosa pendulina
Fjallarós
 

Fjallarós er runnarós sem vex villt í fjöllum Mið- og S-Evrópu. Hún blómstrar einföldum, bleikum blómum.

Single, white flowers of Rosa pimpinellifolia 'Katrín Viðar'
Þyrnirós
 

Þyrnirós vex villt í Evrópu í sendnum jarðvegi við strendur eða á kalksteini. Blómin eru einföld, hvít og laufið er blágrátt og frekar smágert. Þyrnirós hefur verið mikið notuð í kynbótum og fjölmargir þyrnirósablendingar eru í ræktun sem gerð eru skil undir Antíkrósunum.

Rosa rubiginosa 'Foilie Bleu' with blue-green foliage and single, pink flowers
Eplarós
 

Eplarós er hávaxin runnarós sem vex villt í Evrópu og V-Asíu. Blómin eru einföld, bleik og laufið ilmar af eplum.

Single, white flowers of Rosa rugosa 'Alba'
Ígulrós
 

Ígulrós er harðgerð, síblómstrandi runnarós sem blómstrar einföldum, purpurarauðum blómum. Hún vex villt í NA-Kína, Kóreu, Japan og SA-Síberíu þar sem hún vex gjarnan í sandhólum meðfram strandlengjunum. Ígulrós hefur mikið verið notuð í kynbætur og mikill fjöldi ígulrósablendinga er í ræktun, sem gerð eru skil undir Antíkrósum.

Rosa sweginzowii with dark pink flowers
Hjónarós
 

Hjónarós er mjög hávaxin runnarós með einföldum, bleikum blómum sem vex villt í Kína.

Double, pink flowers of Rose 'Hurdal'
Silkirós
 

Silkirós, Rosa villosa, er harðgerð runnarós með einföldum, bleikum blómum sem vex villt í Evrópu. Hún þroskar stórar, hnöttóttar nýpur sem minna á epli og því er annað heiti á henni Rosa pomifera.

Lavender-pink flowers of Rosa willmottiae
Álfarós
 

Álfarós er fíngerð runnarós með fíngerðu laufi og einföldum blómum í breytilegum bleikum litatónum. Hún vex villt í þurrlendi í 2.300 - 3.150 m hæð í Kína.

Single, dark pink flowers of Rosa x highdownensis
Hæðarós
 

Hæðarós er blendingur af meyjarós sem var ræktaður í Highdown garði í Bretlandi 1928. Hún er stórvaxin eins og meyjarósin, með sterkbleikum blómum með ljósari miðju.

Single, white flowers of Rosa x richardii
Múmíurós
 

Múmíurós er ævaforn villirósablendingur af óþekktum uppruna, sem er talin vera fyrsta ræktaða rósin mögulega upprunninn um 100-300. Hún uppgötvaðist þar sem hún óx í nálægð við kirkjur í Eþíópíu og einnig fundust leifar hennar í grafhýsum í Egyptalandi. Hún blómstrar einföldum blómum sem opnast fölbleik, en verða síðar hvít.

Double, pink flowers of rose 'Yndisrós'
Villirós
 

Rósir af óþekktum uppruna, sem ekki hefur tekist að greina í einhvern ákveðinn flokk.

Single, pale yellow flowers of Rosa xanthina
Glóðarrós
 

Glóðarrós er runnarós sem blómstrar einföldum, fölgulum blómum. Hún vex villt í Kína og Kóreu.

Marble Surface
bottom of page