top of page
Marble Surface
Hverarós. rós AmblyotisKG.jpg
Hverarós

Hverarós er harðgerð runnarós frá Kamsjatka í Rússlandi með einföldum bleikum blómum og grófgerðu laufi sem minnir svolítið á ígulrósir.

Labradorrós Rósa blanda Tarja Halonenedi
Labradorrós
 

Labradorrós er runnarós sem vex villt í N-Ameríku og er nánast þyrnalaus. Hún blómstrar einföldum, ljós bleikum blómum og skærgrænu, grófgerðu laufi. 

20110721_331edit.jpeg
Davíðsrós
 

Davíðsrós vex villt í Mið- og V-Kína og SA-Tíbet í 1600 - 3000 m hæð. Henni svipar mjög til meyjarósar og hjónarósar, en verður ekki alveg eins hávaxin og er öll heldur nettari í vaxtarlagi.

20090714_004edit.jpg
Gullrós
 

Gullrós er frekar fíngerð runnarós sem vex villt við rætur Kákasusfjalla í Georgíu. Hún blómstrar gullgulum, einföldum blómum og dökkgrænu laufi. Hún þrífst best á sólríkum stað í vel framræstum, sendnum jarðvegi.

20110721_351edit.jpg
Rauðblaðarós
 

Rauðblaðarós vex villt í fjöllum Mið- og S-Evrópu og norður til Þýskalands og Póllands. Hún blómstrar smáum, einföldum, bleikum blómum og laufið er bláleitt með vínrauðum æðastrengjum.

2018081711_48_5299edit.jpeg
Hunangsrós
 

Hunangsrós er mjög hávaxin flækjurós sem vex villt í Kína. Hún getur orðið mjög mikil um sig í hlýrra loftslagi, allt að 6-7 m á hæð og breidd, en er töluvert nettari hér. Blómin eru smá, einföld og kremhvít í nokkuð stórum klösum og laufið er frekar smágert, gljáandi grænt.

​​

Kanelrós_KG.jpg
Kanelrós
 

Kanelrós er hávaxin runnarós sem vex villt í Evrópu og austur til Síberíu. Hún blómstrar einföldum, bleikum blómum og þroskar ætar nýpur sem mjög ríkar af C-vítamíni.

20110721_423edit.jpg
Meyjarós
 

Meyjarós er hávaxin runnarós sem vex villt í V-Kína.  Blómin eru einföld og geta verið frá bleikum yfir í rautt.

IMG_20080727_073edit.jpg
Brúðurós
 

Brúðurós vex villt í norðausturhluta N-Ameríku. Hún blómstrar einföldum, bleikum blómum og hefur mjög einkennandi, dökkgrænt, glansandi lauf.

20110721_473edit.jpg
Strandrós
 

Strandrós vex villt á vesturströnd N-Ameríku. Hún blómstrar einföldum, bleikum blómum.

2005-07-17_6535_edit.jpg
Fjallarós
 

Fjallarós er runnarós sem vex villt í fjöllum Mið- og S-Evrópu. Hún blómstrar einföldum, bleikum blómum.

20110721_449edit.jpg
Þyrnirós
 

Þyrnirós vex villt í Evrópu í sendnum jarðvegi við strendur eða á kalksteini. Blómin eru einföld, hvít og laufið er blágrátt og frekar smágert. Þyrnirós hefur verið mikið notuð í kynbótum og fjölmargir þyrnirósablendingar eru í ræktun sem gerð eru skil undir Antíkrósunum.

20110721_453edit.jpg
Eplarós
 

Eplarós er hávaxin runnarós sem vex villt í Evrópu og V-Asíu. Blómin eru einföld, bleik og laufið ilmar af eplum.

Ígulrós-alba_KG.jpg
Ígulrós
 

Ígulrós er harðgerð, síblómstrandi runnarós sem blómstrar einföldum, purpurarauðum blómum. Hún vex villt í NA-Kína, Kóreu, Japan og SA-Síberíu þar sem hún vex gjarnan í sandhólum meðfram strandlengjunum. Ígulrós hefur mikið verið notuð í kynbætur og mikill fjöldi ígulrósablendinga er í ræktun, sem gerð eru skil undir Antíkrósum.

Hjónarós_cropKG.jpg
Hjónarós
 

Hjónarós er mjög hávaxin runnarós með einföldum, bleikum blómum sem vex villt í Kína.

2008-07-19_058edit.jpg
Silkirós
 

Silkirós, Rosa villosa, er harðgerð runnarós með einföldum, bleikum blómum sem vex villt í Evrópu. Hún þroskar stórar, hnöttóttar nýpur sem minna á epli og því er annað heiti á henni Rosa pomifera.

Álfarós_KG.jpg
Álfarós
 

Álfarós er fíngerð runnarós með fíngerðu laufi og einföldum blómum í breytilegum bleikum litatónum. Hún vex villt í þurrlendi í 2.300 - 3.150 m hæð í Kína.

20110721_332edit.jpeg
Hæðarós
 

Hæðarós er blendingur af meyjarós sem var ræktaður í Highdown garði í Bretlandi 1928. Hún er stórvaxin eins og meyjarósin, með sterkbleikum blómum með ljósari miðju.

20100725_134edit.jpg
Múmíurós
 

Múmíurós er ævaforn villirósablendingur af óþekktum uppruna, sem er talin vera fyrsta ræktaða rósin mögulega upprunninn um 100-300. Hún uppgötvaðist þar sem hún óx í nálægð við kirkjur í Eþíópíu og einnig fundust leifar hennar í grafhýsum í Egyptalandi. Hún blómstrar einföldum blómum sem opnast fölbleik, en verða síðar hvít.

Yndisrós2_KG.jpg
Villirós
 

Rósir af óþekktum uppruna, sem ekki hefur tekist að greina í einhvern ákveðinn flokk.

Glóðarrós_KB.jpg
Glóðarrós
 

Glóðarrós er runnarós sem blómstrar einföldum, fölgulum blómum. Hún vex villt í Kína og Kóreu.

Marble Surface
bottom of page