top of page
Marble Surface
Leaves Shadow

Antíkrósir eru þær rósir sem eru upprunnar fyrir aldamótin 1900.  Þessi mörk eru þó ekki skýr og misjafnt hvar menn vilja draga línuna, það getur verið frá síðari hluta 19. aldar til miðrar 20. aldar.  Þær eru flestar einblómstrandi a.m.k. þær sem þrífast hér á landi og flestar í hvítum og bleikum litum.

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Gallica rósir - Gallicas
 

Gallica rósir eru blendingar Rosa gallica sem vex villt í S-Evrópu. Þær mynda þétta runna, með frekar grófu, fagurgrænu laufi.  Blómin geta verið einföld eða mikið fyllt og litaskalinn er frá hvítum yfir í dökkrauða og fjólubláa liti. Sortir með einföldum blómum eru margar harðgerðari en þær sem eru með fylltum blómum.  Þær þurfa allar gott skjól.  

Skáldarósir eru blendingar af gallica rósum sem kenndar hafa verið við Rosa x francofurtana, en hún er blendingur Rosa gallica og Rosa cinnamomea. Það sem greinir þær frá öðrum gallica rósum er að þær eru heldur hávaxnari með grófgerðara laufi og margar heldur harðgerðari.

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Bjarmarósir - Albas

Bjarmarósir eru flestar með mikið fyllt blóm, bleikar eða hvítar með gráleitu laufi og mjög sterkum ilmi. Þær voru mikið ræktaðar á 19. öld.  Bjarmarósir þrífast vel hérlendis í góðu skjóli.  Þær þola skugga part úr degi.

 

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Damaskrósir

Damaskrósir hafa sterkan ilm og dúnhært lauf. Þær eru frekar viðkvæmar og þurfa besta stað í garðinum.

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Centifoliarósir (Centifolias)

Einblómstrandi rósir með mikið fylltum bleikum blómum og mjög sterkum ilmi.

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Mosarósir (Moss roses)

Mosamyndun er stökkbreyting sem lýsir sér sem mosalíkum vexti á bikarblöðum, blómstöngli og í sumum tilfellum jafnvel laufstilkum og greinum.  Þessi mosakenndi vöxtur er oftast grænleitur, getur verið harður eða mjúkur, oft svolítið klístraður og ilmar af kvoðu. Þær eru í mismunandi bleikum eða rauðum litum og ilma mikið.

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Portlandrósir (Portland)

Lotublómstrandi rósir með mikið fylltum blómum í bleikum eða rauðum litum og ilma flestar eitthvað.  Blendingar lotublómstrandi Damask rósa og Gallarósa. 

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Þyrnirósarblendingar (Hybrid Spinosissima/Pimpinellifolia)

Þyrnirósablendingar blómstra snemma eins og þyrnirósirnar, sem blómstra fyrstar rósa. Þeir hafa margir fíngert lauf þyrnirósarinnar og frekar lítil, einföld eða fyllt blóm.  Eins og þyrnirósin þroska margir þeirra svartar, hnöttóttar nýpur. Flest yrki bera hvít eða bleik blóm.  Gul yrki eru blendingar þyrnirósar og gullrósar (R. foetida). Flestir þyrnirósablendingar komu fram á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar, en þó eru nokkrir sem komu fram eftir 1950 og geta því varla talist til antíkrósa. Þeir eru allir flokkaðir saman hér.

​​

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Ígulrósarblendingar

Ígulrósir eru harðgerðir, síblómstrandi runnar með stórum ilmandi blómum og margar þroska stórar, hnöttóttar, gulrauðar nýpur.  Ígulrós (R. rugosa) vex villt í Japan og öðrum stöðum í Austur-Asíu.  

Eldri ígulrósablendingar komu á markað frá 1890 - 1915, m.a. 'Hansa,' en fáar eftir þann tíma og eru þær oft flokkaðar með nútímarunnarósum.  Ég flokka þær allar saman hér þar sem ígulrósablendingarnir eru flestir harðgerðari en aðrar nútímarunnarósir.

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Wichurana flækjurósir (Wichurana ramblers)

Wichurana flækjurósir komu fram um aldamótin 1900 ásamt multiflora flækjurósum (Multiflora ramblers).  Þær eru blendingar af R. wichurana annarsvegar og R. multiflora hinsvegar.  Þessir blendingar voru flestir einblómstrandi.  Þetta eru stórvaxnar klifurrósir með langar, sveigjanlegar greinar og urðu þær til þess að bogar, pergólur og klifurgrindur á veggjum urðu vinsæl í görðum þess tíma.

Marble Surface
bottom of page