top of page
Mýrastigi

'Poppius'

Páfarós

Þyrnirósarblendingar (Hybrid Spinosissima)

Uppruni

Stenberg, Svíþjóð, fyrir 1872

Fjallarós, Rosa pendulina x fræplanta af þyrnirós, Rosa pimpinellifolia

Hæð

1,5 - 2 m

Blómlitur

bleikur

Blómgerð

hálffyllt

Blómgun

einblómstrandi, júní - ágúst

Ilmur

daufur

Aldin

-

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, sendinn

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð, HRF1

Þyrnirósarblendingar blómstra snemma eins og þyrnirósirnar, sem blómstra fyrstar rósa. Þeir hafa margir fíngert lauf þyrnirósarinnar og frekar lítil, einföld eða fyllt blóm.  Eins og þyrnirósin þroska margir þeirra svartar, hnöttóttar nýpur. Flest yrki bera hvít eða bleik blóm.  Gul yrki eru sum blendingar þyrnirósar og gullrósar (R. foetida). Flestir þyrnirósarblendingar komu fram á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar, en þó eru nokkrir sem komu fram eftir 1950 og geta því varla talist til antíkrósa. Þeir eru allir flokkaðir saman hér.

Erlendir harðgerðiskvarðar:

USDA zone: 2b

Skandínavíski kvarði: H8

Þyrnirósarblendingur með hálffylltum, bleikum blómum.  Hún blómstrar á eldri greinar, svo snyrting ætti að takmarkast við að klippa kal í burtu. Þrífst best í sól og sendnum, vel framræstum jarðvegi.  Harðgerð og blómsæl.

"Mjög harðgerð þyrnirós blómstrar mikið og lengi í júlí. Ilmar lítið. Er 2 m á hæð. Er illa við mikla vætu um blómgunartímann. H.1.Ísl."

- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page