top of page
Mýrastigi

'Tuscany Superb'

sh. 'Rivers's Superb Tuscan'; The Velvet Rose

Gallica rósir

Uppruni

Rivers, Bretlandi 1837

fræplanta af 'Tuscany'

Hæð

50 - 80 cm

Blómlitur

vínrauður

Blómgerð

hálffyllt

Blómgun

einblómstrandi, júlí - ágúst

Ilmur

daufur

Aldin

-

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

frjór, lífefnaríkur, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

þarf skjólsælan stað, RHF3

Gallica rósir eru blendingar Rosa gallica sem vex villt í S-Evrópu. Þær mynda þétta runna, með frekar grófu, fagurgrænu laufi.  Blómin geta verið einföld eða mikið fyllt og litaskalinn er frá hvítum yfir í dökkrauða og fjólubláa liti. Sortir með einföldum blómum eru margar harðgerðari en þær sem eru með fylltum blómum.  Þær þurfa allar gott skjól.  


Skáldarósir eru blendingar af gallica rósum sem kenndar hafa verið við Rosa x francofurtana, en hún er blendingur Rosa gallica og Rosa cinnamomea. Það sem greinir þær frá öðrum gallica rósum er að þær eru heldur hávaxnari með grófgerðara laufi og margar heldur harðgerðari.

Erlendir harðgerðiskvarðar:

USDA zone:  4b

Skandínavíski kvarði:  H5

Gömul gallica rós frá 19. öld með hálffylltum, vínrauðum blómum. Eins og flestar aðrar antíkrósir blómstrar hún á eldri greinar, svo snyrting ætti að takmarkast við að klippa kal í burtu. Kelur ekki mikið í góðu skjóli, svo blómgun er nokkuð örugg. Blómin eru regnþolin.

"Gallikkarós sennilega viðkvæm. Hefur lifað og blómstrað tvö sumur ilmandi blómum í júlilok, hæð 70 cm. H.3.Ísl."

-Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page