Primula elatior hybr, purpurableikur - huldulykill

Huldulykilsblendingur sem blómstrar purpurableikum blómum. Óþekkt yrki, mjög harðgert og blómviljugt. Blómstrar ríkulega í maí.
Huldulykilsblendingur sem blómstrar purpurableikum blómum. Óþekkt yrki, mjög harðgert og blómviljugt. Blómstrar ríkulega í maí.
'Aureopunctata' er yrki af skuggasteinbrjóti með gulflikróttu laufi. Að öðru leiti eins og tegundin og álíka harðgert.
Dverghjarta
'Bacchanal' er afbrigði af dverghjarta með sterkbleikum blómum. Það virðist ekki eins gróskumikið og tegundin, en það er ekki komin löng reynsla á það hjá mér. Það þrífst best í lífefnaríkum, frekar rökum jarðvegi, sem er þó vel framræstur í sól eða skugga part úr degi. Of mikill skuggi kemur niður á blómgun.
Riddaraspori
'Blue Bird' er stórkostlega fallegt afbrigði af riddaraspora með skærbláum blómum. Það tilheyrir hópi Pacific-blendinga og verður um 2 m á hæð. Blómklasarnir eru langir og þungir og því þurfa blómstönglarnir góðan stuðning. Riddarasporar þrífast best í sól eða hálfskugga í frjóum, lífefnaríkum, vel framræstum jarðvegi.
Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna