top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Primula elatior hybr, purpurableikur - huldulykill



Huldulykilsblendingur sem blómstrar purpurableikum blómum. Óþekkt yrki, mjög harðgert og blómviljugt. Blómstrar ríkulega í maí.

9 Views

Saxifraga x urbium 'Aureopunctata' - skuggasteinbrjótur


'Aureopunctata' er yrki af skuggasteinbrjóti með gulflikróttu laufi. Að öðru leiti eins og tegundin og álíka harðgert.

8 Views

Dicentra formosa 'Bacchanal'

Dverghjarta



'Bacchanal' er afbrigði af dverghjarta með sterkbleikum blómum. Það virðist ekki eins gróskumikið og tegundin, en það er ekki komin löng reynsla á það hjá mér. Það þrífst best í lífefnaríkum, frekar rökum jarðvegi, sem er þó vel framræstur í sól eða skugga part úr degi. Of mikill skuggi kemur niður á blómgun.

41 View

Delphinium x cultorum 'Blue Bird'

Riddaraspori



'Blue Bird' er stórkostlega fallegt afbrigði af riddaraspora með skærbláum blómum. Það tilheyrir hópi Pacific-blendinga og verður um 2 m á hæð. Blómklasarnir eru langir og þungir og því þurfa blómstönglarnir góðan stuðning. Riddarasporar þrífast best í sól eða hálfskugga í frjóum, lífefnaríkum, vel framræstum jarðvegi.

32 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page