top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Pulsatilla alpina ssp. apiifolia - Glóbjalla



Glóballa er undirtegund af fjallabjöllu með brennisteinsgulum blómum. Hún er að öðru leiti mjög svipuð í útliti. Hún vex best í sól í rýrum, vel framræstum jarðvegi, en hún vill hafa hann heldur í súrari kantinum á meðan fjallabjallan vex gjarnan í kalkríkum jarðvegi. Ég ræktaði hana af fræi og hafa fáar plöntur reynt eins á þolinmæðina. Hún blómstraði í fyrsta skipti í sumar eftir meira en 10 ára bið, en í öll þessi ár hefur hún ekkert vaxið og bara komið með eitt laufblað. Það er vonandi að hún taki nú við sér.

56 Views
Rannveig
Rannveig
Jun 09

Mig minnir að ég hafi einhverntíma séð hana til sölu í Garðheimum. Það voru plöntur frá Gleym-mér-ei. Ég íhugaði alvarlega að kaupa plöntu, því á þeim tíma hafði ég litla trú á því að þessar plöntur mínar myndu nokkurntíma blómstra.

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page