top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Primula x pruhoniciana 'John Mo' - Elínarlykill




Elínarlykill 'John Mo' er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann blómstrar fölgulum blómum, svo ríkulega að plantan verður þakin í blómum - í apríl. Hann hefur alltaf verið fyrsti lykillinn til að byrja að blómstra, jafnvel um mánaðarmótin mars-apríl. Ef það kemur bakslag í veðrið - sem gerist gjarnan, bíður hann hretið af sér og heldur áfram að blómstra þegar hlýnar aftur án þess að það sjái á honum.


30. apríl 2011

Hann hefur reynst mjög harðgerður og virðist ekki gera miklar jarðvegskröfur. Þó kann hann best við sig í frekar næringarríkum, rökum jarðvegi, en þó vel framræstum, eins og við á um flesta vorblómstrandi lykla. Ég finn engar upplýsingar um sýrustig, en hann á að geta vaxið með lyngrósum svo hann þolir a.m.k. alveg frekar súran jarðveg.

64 Views

Mikið lifandi skelfingar ósköp er hann fallegur hjá þér Rannveig 💗

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page