top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Lamium galeobdolon 'Variegatum' - Gulltvítönn



'Variegatum' er sort af gulltvítönn sem er að mestu jarðlæg. Hún dreifir sér með löngum renglum, sem geta verið yfir meter á lengd, sem skjóta rótum og þar vex upp ný planta. Blómstönglarnir eru uppréttir um 20 cm á hæð og blómin ljósgul. Þetta er góð þekjuplanta í runnabeð, í fjölæringabeði gæti hún mögulega valtað yfir næstu nágranna ef þeir eru ekki háir í loftinu. Harðgerð, skuggþolin og gerir engar sérstakar jarðvegskröfur.

94 Views
maggahauks
maggahauks
í fyrradag

Tvítennur virðast vera mjög duglegar yfirleitt, Þessi sort er dálitið öðruvísi en hina dílatvítennurnar af því að hún setur út langa anga. Þar sem ég sá hana við göngustíg í fyrra var hún að hylja ljóta grjótuppfyllingu sem var til þess gerð að hækka lóð sem var í nokkuð brattri brekku. Henni tókst það mjög vel. Gróðursett hafði verið við jaðar lóðar sem var í 130 cm hæ fyrir ofan göngustíginn. angarnir teygðu sig næstum slla leið niður en gátu sums staðar fest sig með rótum þar sem einhver jarðvegur var á milli í stórgrýtinu.

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page