top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Tradescantia x andersoniana


Garðaskeið



Skeiðarblóm, Tradescantia, er ættkvísl sem inniheldur nokkrar tegundir sem voru algeng stofublóm þegar ég var krakki, t.d. skeiðarblóm (gyðingurinn gangandi), T. fluminensis, vögguskeið (tvíburar í vöggu), T. spathacea, purpuraskeið (bláa dísin), T. pallida, og sebraskeið (bróðir gyðingsins, randagyðingur), T. zebrina. Ég rakst á sebraskeið til sölu í Garðheimum fyrir nokkru, svo þau eiga kannski eftir að ná fyrri vinsældum aftur. Tradescantia x andersoniana er garðablendingur af T. virginiana (meyjarskeið) og fleiri tegundum, svo mér fannst við hæfi að nefna hana garðaskeið, úr því hún er ekki skráð í íðorðasafn HÍ. Ég ræktaði þessa plöntu af fræi fyrir mörgum árum síðan, sennilega 2007 eða 2008, og hún lifði ágætlega, en mér fannst hún helst til spör á blómin, svo ég henti henni. Ég hefði kannski mátt sýna henni aðeins meiri þolinmæði. Hún þarf frekar sólríkan stað og kann best við sig í lífefnaríkum, vel framræstum, frekar rökum jarðvegi. Hún blómstraði um miðjan ágúst, sem á þeim tíma var frekar seint, því þá var yfirleitt búið að frysta hressilega fyrir miðjan september.

79 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page