top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Ranunculus repens 'Pleniflorus' - Skriðsóley



'Pleniflorus' er garðaafbrigði af skriðsóley með fylltum, gulum blómum sem eru grænleit í miðjunni. Ég hef ekki reynslu af þessari plöntu sjálf, myndin er tekin í garði Kristleifs heitins Guðbjörnssonar. Mér skildist á honum að hún væri nokkuð stillt hjá honum, en hún getur breitt úr sér, sérstaklega ef jarðvegurinn er leirkenndur og rakur. Það er hennar kjörlendi. Það sama á við um tegundina, en nýi garðurinn minn býður einmitt upp á þessar kjöraðstæður. Ég hef aldrei séð eins gróskumikið stóð af skriðsóley og er í þessum garði, plönturnar ná mér í hné þegar komið er fram á sumar. Miðað við hvað tegundin er magnað illgresi þá kemur kannski á óvart að til er töluverður fjöldi af garðayrkjum sem ræktuð eru erlendis. 'Pleniflorus' er eina yrkið sem ég hef rekist á hér.

51 View

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page