Cicerbita alpina - Bláfífill

Bláfífill er hávaxinn með sterka blómstöngla sem þurfa almennt ekki stuðning. Hann er gróskumikill og fljótur að verða mikill um sig, svo það þarf að ætla honum gott pláss. Hann blómstrar fallegum fjólubláum körfum.
Mjög harðgerður og auðræktaður.
176 Views
Ég kom til smá anga í potti sumarið 2015. Plantaði honim í rýran móann með smá nesti vorið eftir og hann blómstraði strax það sumar. Síðasta sumar (2017) var hann orðinn nokkuð státin planta. Það getur verið mjög vindasamt hjå okkur í Jarphaga eins og sésr á víðitrjánum sem eru þarna í bakgrunni, þau beygjast sérstaklega undan norðaustan belgingi.