Campanula persicifolia - Fagurklukka

Fagurklukka er undurfögur bláklukkutegund með mjög stórum ljósbláum klukkum. Blómin eru flest í lágri hvirfingu, svo hún er ekki há í loftinu fyrir blómgun. Blómstönglarnir geta þó orðið yfir 60 cm á hæð og þurfa helst stuðning. Harðgerð, en þarf sólríkan stað til að blómstra vel.
133 Views
Ja, miðað við það að hún lifði það af að dúsa í geymslubeðinu mínu í fjögur ár og hvað hún tekur sig vel út í móanum hjá Möggu, mætti ætla að hún sé þokkalega hörð af sér, svo það ætti að vera nokkuð góðar líkur á að hún lifi hjá þér Guðrún. :)