top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Primula auricula - Mörtulykill


Ættkvíslin Primula er svo stór og fjölbreytt að henni hefur verið skipt upp í fjölmargar deildir til að flokka saman líkar tegundir. Mörtulykill tilheyrir árikludeild, en einkenni þeirrar deildar eru nokkuð stór, þykk, sígræn laufblöð og blómklasar af stórum blómum, oft mélugum, í ýmsum litum. Fjöldi blendinga hefur verið ræktaður í ótrúlegu litaúrvali. Mörtulykill er nokkuð breytilegur, en blómin eru alltaf gul þó liturinn getir verið breytilegur frá ljósgulu yfir í dökkgult. Ég held þó að ljósguli liturinn sé algengastur í ræktun hér. Þetta er nokkuð harðgerð tegund, en þrífst þó best í vel framræstum jarðvegi. Sé moldin of þétt í sér hættir plöntunum til að lyftast upp úr moldinni vegna frostlyftingar. Það er þó auðvelt að gróðursetja þær dýpra að vori, þeim verður yfirleitt ekki meint af. Þrífst best í sól en þolir alveg léttan skugga part úr degi.

63 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page