top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Primula vialii - Mongólalykill



Mongólalykill er lágvaxin til meðalhá tegund í klasalykladeild, eina tegund þeirrar deildar sem ræktuð er eitthvað hér á landi. Hann blómstrar smáum blómum í nokkuð löngum klasa sem er tvílitur á meðan á blómgun stendur, því knúpparnir eru rauðir en blómin lillablá. Mjög fallegur í blóma, en því miður svolítið vandgefinn og verður oftast frekar skammlífur. Hann þarf vel framræstan jarðveg, hlutlausan eða frekar í súrari kantinum svo ekkert kalk fyrir hann.

99 Views
Rannveig
Rannveig
Jun 09

Ég ræktaði minn af fræi, svo ég veit ekki hvort hann fæst í einhverjum garðplöntustöðvum. Af einhverjum furðulegum ástæðum hef ég verið afskaplega ódugleg að mynda hann, því þetta er eina myndin sem ég á. Svo ég gæti þurft að reyna við hann aftur einhverntíma. 😁

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page