top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Lewisia longipetala 'Little Tutti Frutti'


'Little Tutti Frutti' eru blendingar í blönduðum litum. Ég sáði þessari blöndu í fyrra og af þeim plöntum sem blómstruðu, voru flestar í þessum sterkbleika lit sem er á myndinni. Það á eftir að koma í ljós hvaða fleiri litir koma í ljós þegar restin blómstrar.

54 Views
Rannveig
Rannveig
í fyrradag

Ég gróðursetti allar plönturnar sem ég fékk úr þessari sáningu í pott, fyrir utan eina sem er úti í brekku. Pottinn geymdi ég undir borði í vetur svo hann var varinn að mestu fyrir rigningu. Plönturnar í pottinum komu vel undan vetri og blómstruðu svona fallega í lok maí - byrjun júní. Ég fékk þrjá liti, sem mér finnst frekar svekkjandi úr svona blöndu sem á að vera í mörgum litum. Þar af voru bara tvær í öðrum lit en þessum skærbleika sem var algjörlega ráðandi og ég gaf allnokkrar plöntur í þeim lit.

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page