top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Sinopodophyllum hexandrum 'Majus'


Maíepli



Maíepli er meðalhá, fjölær planta sem kann best við sig í frjóum, lífefnaríkum jarðvegi í hálfskugga. Það blómstrar fölbleikum blómum í maí-júní og þroskar nokkuð stór appelsínurauð aldin í september-október. Ég ræktaði þessa plöntu af fræi og fyrsta mynd sem ég tók af litlum laufbrúski er frá 2010. Þessi laufbrúskur hefur lítið breyst síðustu 10 árin, en í sumar gerðist loksins undrið - plantan blómstraði þremur blómum og þroskaði þrjú "epli". Laufið á blómstönglunum er mjög ólíkt því laufi sem hún hefur sýnt hingað til, svo þetta var eins og ný planta þetta sumarið.





Laufbrúskurinn 2010-2019 (mynd tekin 2011):



Maíepli tilheyrði áður ættkvíslinni Podophyllum, en er nú eina tegund ættkvíslarinnar Sinopodophyllum.

20 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page