top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Anemone blanda 'Blue Shades' - Balkansnotra


Balkansnotra er falleg vorblómstrandi planta sem stendur yfirleitt í blóma mest allan maí mánuð. Hún er sæmilega harðgerð, en verður fallegust í vel framræstri mold sem þornar yfir sumarmánuðina þegar laufið sölnar. Hún fer því vel sem undirgróður undir trjám. Hún getur þó vel vaxið í blómabeðum og steinhæðum. Hún virðist una sér vel í steinabeðinu mínu.


'Blue Shades' hefur lifað hjá mér og blómstrað árvisst í a.m.k. 10 ár. Hún fór heldur hægt af stað fyrstu árin og bætti lítið við sig, en er orðin sæmilega gróskumikil nú. Þetta yrki er lágvaxið miðað við önnur sem ég hef prófað.



60 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page