top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Lupinus x regalis 'Russel hybrids' - Skrautlúpína





Bretinn George Russell á heiðurinn af Russel-blendingunum sem hann þróaði með kynblöndun á garðalúpínu (Lupinus polyphyllus), runnalúpínu (Lupinus arboreus) og mögulega fleiri tegundum. Hann vann að því í tvo áratugi að þróa þessa fagurlituðu blendinga sem eru nú vinsælar garðplöntur. Því miður verða þeir oft mjög skammlífir. Mér hefur gengið afskaplega illa með að fá þá til að lifa hjá mér. Þeir þurfa sólríkan stað og vel framræstan jarðveg sem er frekar í súrari kantinum. Þeir virðast þrífast betur fyrir norðan en hér fyrir sunnan, svo kannski er það vetrarbleytan sem fer með þá.

165 Views
Rannveig
Rannveig
Jun 09

Russel lúpínur eru þessir svokölluðu 'Russel hybrids'. Eftir því sem ég kemst næst þá voru 'Russel hybrids' fyrstu skrautlúpínurnar. Skrautlúpína (L. x regalis) er hópur blendinga af garðalúpínu og runnalúpínu og Russel var víst fyrstur til að vinna að slíkum kynblöndunartilraunum. Síðan hafa komið fram aðrir skrautlúpínublendingar, ég er t.d. með 'Tutti Frutti' sem ég sáði í fyrra úti í köldum reit. Samkvæmt því sem ég hef lesið á netinu er 'Tutti Frutti' það besta sem hent hefur síðan 'Russel hybrids' komu fram. Ég hlakka til að sjá hvað verður úr þeim plöntum.


Ég held að skrautlúpínur séu yfirleitt frekar hávaxnar, en veit ekki hvort það er einhver munum á milli blendinga. Ég fann við þetta grúsk blendinga sem heita 'Galaxy series' sem eru ekki nema 30-60 cm á hæð, en mér sýnist þeir oftast taldir til garðalúpínu (L. polyphyllus). Það er þó alltaf svolítið huglægt þegar blendingar eiga í hlut hvar eigi að staðsetja þá.

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page