top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Geranium orientali-tibeticum - Tíbetblágresi


Tíbetblágresi er smávaxin fjallaplanta sem vex villt í grjótskriðum í fjöllum Tíbet. Það þarf malarblandaðan jarðveg og sólríkan stað til að þrífast vel og blómstra. Það var tregt til að blómstra framan af hjá mér en tók svo við sér og blómstraði í nokkur ár. Það hefur ekki alveg fundið sig eftir flutning og er ekki farið að blómstra á nýja staðnum. Laufið myndar jarðlæga breiðu og er grænt með ljósgrænum flekkjum og rauðleitum blaðjöðrum, svo það er fallegt þó það standi ekki í blóma. Blómin eru nokkuð stór, sterkbleik með ljósari miðju. Það hefur reynst þokkalega harðgert hjá mér og lifað í mörg ár.

32 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page