top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Geranium x oxonianum - Skrautblágresi


Skrautblágresi er hópur blendinga haustblágresis (G. endressii) og G. versicolor. Laufið líkist síðari tegundinni, það er nokkuð stórgert, dökkgrænt og gljáandi og ekki eins fínskipt og á haustblágresinu. Þessi planta sem ég á kom upp af fræi, sem mig minnir að hafi átt að vera eyjablágresi (G. yesoense) sem er allt öðruvísi. Blómin eru bleik með dekkra æðaneti. Það eru víst fjölmörg yrki af skrautblágresi í ræktun, flest eru þau með bleikum blómum. Þessi planta sem ég á hefur reynst harðgerð og auðræktuð.

27 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page