top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Acaena saccaticupula 'Blue Haze' - Glitlauf


Glitlauf er falleg þekjuplanta sem hefur lifað hjá mér í mörg ár. Það verður fallegast í frekar frjóum, vel framræstum jarðvegi. Það þolir smá skugga en vex betur ef það fær sól góðan part úr deginum. Glitlaufið er ekki eins gróskumikið og móðulaufið (Acaena inermis 'Purpurea'), sem breiðir töluvert hraðar úr sér. Það vex frekar hægt og er því nokkuð lengi að breiða úr sér að ráði. Það má alveg líta á það sem kost ef maður vill bara hafa það á litlu svæði. Laufið er fallega blágrátt og fer sérstaklega vel með hvítum og bleikum blómum. Eins og móðulaufið, þá fer það vel sem þekjuplanta í rósabeði. Blómin eru örsmá, hvít, í kúlulaga kolli. Þau eru, að mínu mati, ekki ástæðan fyrir því að þessi planta er ræktuð í görðum. Aðal fegurðargildi plöntunnar liggur í laufskrúðinu.


84 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page