top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Primula vulgaris


Laufeyjarlykill



Laufeyjarlykill er einn af þremur gulblómstrandi lyklum með heimkynni í Bretlandi, hinir tveir eru sifjarlykill og huldulykill. Hann hefur nokkuð stórt útbreiðslusvæði sem nær frá NV-Evrópu austur til Kákasusfjalla og suður til Miðjarðarhafs. Í NV-Evrópu er guli liturinn nánast einráður en austast í útbreiðslusvæðinu víkur guli liturinn fyrir hvítum, bleikum og fjólubláum. Hafa þau litaafbrigði ýmist verið skilgreind sem aðskildar tegundir eða undirtegundir, en nýlegar genarannsóknir sýna fram á að um sömu tegund er að ræða. Laufeyjarlykill blómstrar í maí og er harðgerður og auðræktaður. Hann vex í sól eða hálfskugga í allri venjulegir, sæmilega vel framræstri garðmold.

9 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page