Paeonia officinalis 'Rosea Plena' - Bóndarós

'Rosea Plena' er yrki af bóndarós með fylltum, bleikum blómum sem hefur verið lengi í ræktun. Það er að öllu leiti eins og rauða yrkið fyrir utan blómlitinn.
123 Views
'Rosea Plena' er yrki af bóndarós með fylltum, bleikum blómum sem hefur verið lengi í ræktun. Það er að öllu leiti eins og rauða yrkið fyrir utan blómlitinn.
Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna
Þessi vex í garði foreldra minna. Þau eiga bæði rauðu og bleiku. Svo óx hvít fyllt í garði fyrrverandi tengdaömmu minnar sem ég sé mikið eftir að hafa ekki fengið bút af þegar hún seldi húsið sitt. Sú var mjög falleg, hvít með smá bleikri slikju. Ég hef enn ekki orðið svo fræg að eignast venjulega bóndarós - allt sem ég hef keypt eru silkibóndarósir.